top of page

Opus ferðavagnar

OPUS Air ferðavagninn hefur farið sigurför um heiminn.  Vagninn sameinar kosti tjalds og fellihýsis.  Hingað til hefur verið ein útgáfa í boði í Evrópu auk Off road útgáfu í Bandaríkjunum og Ástralíu.  Hann hefur sannað sig sem einn öflugast "Out back" vagninn.  Um mitt ár 2019 verður sá vagn í boði fyrir Evrópu með örlitlum breytingum.

 

Venjulegi vagninn er hár, þrátt fyrir að vera ekki með off-road nafninu.  Dekkin eru 13" stór og kemst hann um flesta venjulega malarvegi á Íslandi án mikillar fyrirhafnar.  Hann er því góður kostur fyrir þá sem ferðast að mestu um þjóðveginn en vilja eiga möguleika á að bregða sér stuttar leiðir inn á hálendið eða utan alfaraleiðar.

Air Opus byggir á tækni þar sem lofti er blásið í súlur sem margir íslendingar hafa kynnst í fortjöldum við fellihýsi og hjólhýsi.  Mjög góð reynsla er af þessum súlum og halda þær lögun tjaldsins mjög vel.  Um 90 sekúndur tekur að blása vagninn upp þegar búið er að opna hann.  Air OPUS er eini vagninn sem býður uppá þessa tækni.

Allar upplýsingar má finna hér www.opuscamper.co.uk

air-opus-camper-3.jpg
air-opus-trailer-tent-designboom-02-23-2

Verð með fyrirvara um gengi.

OPUS Air Camper standard, full Monty                  4.608.985 ISK

OPUS Air Camper Off road, full Monty                    5.379.645 ISK

Vegna vinsælda þá er afgreiðslufrestur á OPUS AIR allt að 4 mánuðir og því borgar sig að panta snemma.
bottom of page